Heildarafli í þorski 203.822 tonn

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur undirritað reglugerð um leyfilegan heildarafla og veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2025/2026 og almanaksárið 2026.  

Þar kemur m.a. fram að ráðherra hvikar í engu frá ráðlögðum afla í þorski 203.822 tonn, sem Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknaráðsins leggja til og er í samræmi við aflareglu stjórnvalda.  Skerðing milli ára er 4%.

LS lýsir vonbrigðum með ákvörðun ráðherra, en félagið hafði hvatt til að heildarafli yrði 240 þúsund tonn þar sem viðbótin myndi vega upp vanmat stofnunarinnar á viðmiðunarstofni.  

Samkvæmt reglugerðinni verður 1. september nk. úthlutað aflamarki í 20 tegundum af 33 sem upp eru taldar.  Í sumum tilvikum á eftir að ákveða leyfilegan heildarafla eins og í uppsjávartegundum, auk annarra tegunda sem eru á núlli.  Stærsta spurningin varðar loðnuna sem ræðst af mælingum í haust.

Samanlagður leyfilegur heildarafli sem aflamark nær til er 440.968 tonn, af því kemur 405.692 tonn til úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar.  Mismunurinn liggur í frádragi vegna heimilda erlendra ríkja og annarra ráðstafana alls 20.322 tonn og 5,3% sem haldið er eftir vegna byggðaaðgerða.

Reglugerð um skiptingu heimilda vegna byggðaaðgerða verður gefin út af Eyjólfi Ármannssyni innanríkisráðherra.