Tími aðalfunda runninn upp

Landshlutafélög LS eru nú hvert af öðru að boða aðalfundi.  

Aðalfundur Strandveiðifélagsins Króks

Strandveiðifélagið KRÓKUR ríður á vaðið.  Aðalfundur félagsins verður nk. mánudag 8. september.  Einar Helgason formaður Króks hvetur félagsmenn að fjölmenna til fundar sem haldinn verður í húsnæði Björgunarsveitarinnar Blakks á Patreksfirði.  Fundurinn hefst kl 17:00.

Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur

Þá hefur Finnur Sveinbjörnsson formaður Smábátafélags Reykjavíkur boðað aðalfund félagsins.  Hann verður haldinn í kaffistofu félagsins að Geirsgötu 5c í Reykjavík.

Aðalfundur Kletts

Andri Viðar Víglundsson formaður Kletts fetar í fótspor félaga sinna í Vesturbyggð og Reykjavík.  Hann hefur boðað til aðalfundar Kletts fimmtudaginn 18. september.  Fundurinn verður að venju haldinn á Strikinu á Akureyri, Skipagötu 14 og hefst kl 18:30.