Alls hafa 6 landshlutafélög LS boðað aðalfundi í næstu viku.
Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 15. september í kaffistofu félagsins að Geirsgötu 5c í Reykjavík. Fundurinn hefst kl 17:00. Sjá nánar.
Smábátafélagið Báran, Hafnarfjörður – Garðabær
Aðalfundur Smábátafélagsins Bárunnar í Hafnarfirði og Garðabæ verður haldinn þriðjudaginn 16. september kl 18:00 á Móabarði 32 efri hæð. Guðlaugur Jónasson formaður félagsins tekur sérstaklega fram í fundarboði að í boði verður góður kvöldmatur.
Öllum er velkomið að mæta upp úr kl 17:00 ef menn vilja.
Skalli – félag smábátaeigenda á Norðurlandi vestra
Aðalfundur Skalla – félags smábátaeigenda á Norðurlandi vestra verður haldinn miðvikudaginn 17. september á veitingahúsinu Harbour á Skagaströnd. Fundurinn hefst kl 12:00. Guðni Már Lýðsson hvetur félagsmenn til að fjölmenna til fundar og viðra skoðanir sínar til þess sem hæst ber í málefnum smábátaeigenda.
Drangey – smábátafélag Skagafjarðar
Aðalfundur Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 17. september í Gránu Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Fundurinn hefst kl 17:30. Magnús Jónsson formaður félagsins hvetur alla félagsmenn til að mæta til fundar.
Veitingar í boði félagsins.
Klettur – félag smábátaeigenda á Norðurlandi eystra
Aðalfundur Kletts verður haldinn fimmtudaginn 18. september á Strikinu á Akureyri, Skipagötu 14 og hefst kl 18:30. Sjá nánar
Fontur – félag smábátaeigenda NA-landi
Aðalfundur Fonts verður haldinn á Þórshöfn föstudaginn 19. september nk. Fundurinn verður í Þórsveri félagsheimili Langnesinga að Langanesvegi 16 og hefst kl 14:00. Oddur Jóhannsson hvetur menn til að fjölmenna til fundarins og efla þannig enn frekar samtakamátt smábátaeigenda.