Aðalfundur Farsæls

Smábátafélagið Farsæll í Vestmannaeyjum heldur aðalfund í dag 7. október. Fundað verður á efri hæð Fiskmarkaðs Vestmannaeyja.

Fundurinn hefst kl 16:30.

Arthur Bogson formaður LS mætir á fundinn.

Félagsmenn hvattir til að mæta á fundinn, sem og þeir sem áhuga hafa á að spreyta sig í smábátaútgerðinni, eins og segir í fundarboði.

Formaður Farsæls er Ragnar Þór Jóhannsson