Formannaskipti í Kletti og Farsæli

Andri Viðar Víglundsson formaður Kletts og varaformaður LS greindi frá því á aðalfundi félagsins, sem haldinn var 18. september sl, að hann gæfi ekki kost á sér lengur sem formaður.   Fundarmenn þökkuðu Andra Viðari fyrir mikið og gott starf.

Nýr formaður Kletts var kosinn Bjarni Reykjalín Magnússon Grímsey.

Á aðalfundi Farsæls sem nú er ný lokið áttu sér stað formannaskipti.  Ragnar Þór Jóhannsson óskaði ekki eftir endurkjöri.  

Nýr formaður Farsæls var kosinn Georg Eiður Arnarsson.

Fundurinn færði Ragnari Þór góðar kveðjur og þakklæti fyrir vel unnin störf í þágu félagsmanna í Farsæli.

LS óskar nýjum formönnum til hamingju og velfarnaðar í starfi.  Jafnframt eru Andra Viðari og Ragnari Þór þakkað þeirra framlag til baráttu fyrir auknum veiðirétti smábátaeigenda.