Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur svarað fyrirspurn frá Sigurjóni Þórðarsyni formanni atvinnuveganefndar. Fyrirspurnin fjallaði um aflareglu í loðnu og þorski og var í 11 tölusettum liðum.
Miklar upplýsingar er að finna í svörum ráðherra sem væntanlega verða í umræðunni á næstu dögum. Þorskur okkar verðmætasta tegund og loðnan oft skilað tugum milljarða í verðmæti. Jafnframt er samspil tegundanna mikið, loðnan ein aðalfæða þorsksins og sem hefur þannig áhrif á stærð veiðistofnsins.














