Grálúðan skilaði ekki nægjanlegum þorski

Tilkynnt var um opnun skiptimarkaðs Fiskistofu þann 12. nóvember.  Frestur til að skila inn tilboðum var ein vika, 19. nóvember.  Óskað var eftir tilboðum í aflamark á 14 tegundum alls 1.942 tonn í skiptum fyrir aflamark í þorski.

Niðurstaða tilboðsmarkaðar var tilkynnt þann 20. nóvember.  Alls bárust 82 tilboð og var 41 tilboði tekið að hluta til eða að fullu.  Við uppboðið var mest horft til grálúðunnar, alls 577 tonn í boði fyrir þorsk.  Niðurstaðan olli vonbrigðum þar sem uppboðið skilaði aðeins 241 tonni.  

Stuðull grálúða til þorskígilda er 1,88 og jafngiltu því 577 tonn af henni 1.084 ígildum.  Uppboðið skilaði aðeins fimmtungi af þeim þorskígildum sem í boði voru.  Þegar sömu aðferð er beitt á grundvelli hvað greitt er í veiðigjald fyrir tegundirnar hefði uppboðið átt að skila 494 tonnum.  Þar vantar því 253 tonn upp á að fullum verðmætum sé náð. 

Allur þorskur sem kemur frá tilboðmarkaði Fiskistofu fer til byggðaaðgerða (5,3% pottur) Smábátaeigendur og byggðarlög allt í kringum landið eiga því mikið undir að tilboðsmarkaðurinn virki sem skildi.