Landssamband smábátaeigenda hefur sent Atvinnuvegaráðuneytinu tvær fyrirspurnir.
Sú fyrri snýr að lélegri nýtingu á ufsakvóta undanfarinna ára. Er ráðuneytið beðið um að skoða hvernig megi koma því við að ufsi veiddur á króka og í net á dagróðrarbátum teljist ekki til króka- eða aflamarks.
Seinni fyrirspurnin varðar 2.500 tonna djúpkarfakvóta sem gefinn var út 19. desember síðastliðinn. Er þess farið á leit að ráðuneytið upplýsi um ástæður fyrir ákvörðuninni, ekki síst í ljósi þess að ráðgjöf Hafró hljómar upp á 0 tonn.













