11,1% lækkun á olíu

Landssamband smábátaeigenda smábátaeigenda birtir nú í þriðja sinn lítraverð á litaðri olíu við bátadælu.  Eins og í nóvember er Skeljungur með lægsta verðið, auk þess að fyrirtækið er með mestu lækkun á tímabilinu.  Verð á lítranum hjá Skeljungi er 143,90 m. vsk sem er 11,1% lægra verð en í nóvember.
Munurinn á hæsta og lægsta verði er nú 5,10 kr. sem jafngildir 3,4% sem verð hjá N1 er hærra en hjá Skeljungi.
Eins og í fyrri könnunum eru öll verð án afsláttar.
Félagsmenn eru eins og áður hvattir til að bera verðið sem hér er birt saman við þann afslátt sem þeir fá.  
Verð á lítra 22. desember 2014
Skeljungur   143,90 kr / lítri
OLÍS 146,80 kr / lítri
N1         149,00 kr / lítri
Screen Shot 2014-12-23 at 10.56.46.png