Stjórn Landssambands smábátaeigenda hefur sent frá sér ályktun um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og ákvörðun sjávarútvegsráðherra um heildarafla í þorski 2016/2017.
Veiðistofn þorsks að gefa eftir
„Þrátt fyrir að veiðihlutfall sé ár eftir ár innan þeirra marka sem afli samkvæmt aflareglu ætti að vera, er það samt skoðun Hafrannsóknastofnunar að veiðistofn þorsks muni minnka á næsta ári.
Skorað á sjávarútvegsráðherra
Í ályktuninni er skorað á sjávarútvegsráðherra að endurskoða ákvörðun sína um að bæta aðeins 5000 tonnum við leyfilegan afla í þorski.
„Ákvörðunin er sérstaklega gagnrýniverð þegar litið er til þess að stofnunin skilar auðu við hverjar séu ástæður þess að meðalþyngd hafi lækkað milli ára. Álit stofnunarinnar um lága meðalþyngd er andstætt áliti sjómanna og sjást þess engin dæmi í innvigtuðum afla eða nýtingartölum hjá fiskvinnslunni.Þá skal einnig bent á að tölugildi úr togararalli í mars 2016 á meðalþyngd 5 ára fisks er ótrúverðugt þegar litið er til áratuga samfelldra mælinga stofnunarinnar sem allar sýna hærri meðalþyngd en nú er byggt á.
Blikur á lofti
Bregðast þarf við fyrirsjáanlegum samdrætti í tekjum sjómanna og útgerða vegna lægra fiskverðs og styrkingu krónunnar.
Gengisfall sterlingspunds í kjölfar óvissu um samvinnu Bretlands við Evrópusambandið, en á árinu 2015 nam útflutningsverðmæti þorskafurða á Bretland 21 milljarði eða rúmum fimmtungi af heild.
Sjá ályktunina í heild: Ályktun stjórnar LS um heildarafla í þorski.pdf