Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda 2023 verður 12. og 13. október.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir) og hefst kl 13:00 með því að Arthur Bogason formaður LS flytur ræðu og setur fundinn.
Samkvæmt venju er fundurinn opinn öllum félagsmönnum, en aðeins 36 kjörnir fulltrúar svæðisfélaga LS, ásamt stjórn og framkvæmdastjóra hafa atkvæðisrétt.
Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra mun verða viðstödd setningu fundarins og ávarpa fundargesti.