5,3% potturinn – athugasemdir LS

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar) var nýverið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda.  
Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem varða strandveiðar, línuívilnun, almennan byggðakvóta, sértækan byggðakvóta (Byggðastofnun), rækju- og skelbætur og frístundaveiðar.
LS skilaði inn ítarlegum athugasemdum við frumvarpið sem flokkaðar eru í átta kafla. 
III. kafli umsagnarinnar:  Hlutdeildaskipting aflamagns óbreytt til 6 ára.  Meðal þess sem þar kemur fram er eftirfarandi:
    • LS mótmælir harðlega hlutdeildaskiptingu aflamagns, sem ætlað er til atvinnu- og byggðakvóta og þar meðtalið að fastsetja prósentur til 6 ára.  Slíkt leiðir til stöðnunar og værukærðar og hamlar allri framþróun þeirra þátta sem hér eru undir.
    • Undanfarin þrjú ár hafa strandveiðar sótt verulega í sig veðrið.  Þátttakendum hefur fjölgað og allt bendir til þess að svo verði áfram.  Óhjákvæmilegt er því þegar lagt er af stað með breytingar á lögum að tekið verði tillit til þess.
    • Nú liggur t.d. fyrir, hér í samráðsgáttinni, frumvarp um breytta veiðistjórnun á grásleppu.  Verði það óbreytt að lögum mun þeim sem stunda grásleppuveiðar fækka mikið.  Reynslan sýnir að aðilar sem hverfa frá aflamarki leita til strandveiða.  Það gæti því hert á þróun sl. þriggja ára hvað fjölda báta í strandveiðum varðar sem kallar á aukinn afla til þeirra.
200929 logo_LS á vef.jpg