Á einu ári hafa orðið nokkrar breytingar á lista yfir 50 stærstu útgerða með krókaaflahlutdeild. Sjö nýir aðilar hafa komið inn á listann og því jafnmargir horfið af honum.
Grunnur ehf var þann 1. mars sl. með hæstu hlutdeild í þorskígildum 4,568%. Á sama tíma í fyrra var útgerðin í 2. sæti með 4,14%.
Stakkavík ehf var með hæstu hlutdeildina í þorski og Einhamar ehf í ýsu. Bæði fyrirtækin eins nálægt hámarki eins og hægt er, 3,999% í þorski og 4,999% í ýsu.
Samþjöppun milli ára heldur áfram. Fyrir einu ári voru 50 stærstu með 80,85% úthlutaðra þorskígilda en eru nú með 84,975%.
Hér má sjá lista yfir 50 stærstu. Staða þeirra á listanum í mars í fyrra er sett í sviga.