Á að skylda björgunarbúninga í smábáta?

Á félagsfundi í Snæfelli sl. fimmtudag var rætt um notkun björgunarbúning og þeirri spurningu velt upp hvort skylda ætti þá um borð í smábáta.  Umræður um málefnið voru mjög góðar bæði með og á móti, kosti og galla.  Hvers vegna skilin hefðu verið sett við 12 m langa báta?  Gildi vinnuflotgalla sem nú væri skylt að hafa í bátum styttri en 12 m.
Einnig kom fram að björgunarbúningar væru um borð í mörgum smábátum þó það væri ekki skylda og að LS hvetti smábátaeigendur til að hafa þá um borð en væri andvígt að lög skylduðu menn að hafa þá.  
IMG_4801.jpeg

Niðurstaðan varð eftirfarandi ályktun:
„Félagsfundur í Snæfelli hvetur LS að beina tilmælum til Rannsókna-
og þróunarsviðs Siglingastofnunar að taka nú þegar til skoðunar kosti þess og galla að skylda björgunarbúninga um borð í smábáta.
Þar verði sérstaklega skoðuð eftirtalin atriði:
1. Aðstaða um borð til að geyma búninginn
2. Sjóslys undanfarinna ára og hversu oft flotbjörgunarbúningur hefði komið að notum
3. Sjóslys undanfarinna ára og hversu oft björgunarbátur kom að notum
4. Hversu langan tíma tekur að ná í búning og klæðast í hann?
5. Kostnaður við kaup og skoðun björgunarbúninga
6. Sjóslys – hversu langur tími að meðaltali líður þar til hættunnar verður vart og bátur sekkur