Tilkynnt hefur verið með reglugerð að óheimilt er að stunda strandveiðar á svæði A frá og með 23. maí. Áður en veiðar hófust í dag voru aðeins 120 tonn eftir af viðmiðuninni og því nánast öruggt að allt það magn hefur veiðst í dag, enda veður hið ágætasta og allir á sjó.

Myndin sýnir löndun úr Sól BA – aflinn tvö sléttfull kör – leyfilegur dagsskammtur. Eftir því var tekið hversu einstaklega vel var gengið um aflann, eins og hverjum þorski væri strokið og hann síðan lagður í ís.