Aðalfundir Eldingar og Stranda

Næst komandi sunnudag 18. september halda tvö svæðisfélög LS aðalfundi.

Aðalfundur Eldingar
Fundurinn verður á Hótel Ísafirði nk. sunnudag 18. september og hefst kl. 14:00. 
Fjöldi báta á félagssvæði Eldingar voru 119 sem gerir félagið að þriðja stærsta svæðisfélagi LS.
Formaður Eldingar er Sigurður K. Hálfdánsson.


Aðalfundur Stranda
Fundurinn verður í Slysavarnafélagshúsinu á Hólmavík nk. sunnudag 18. september.  Hann hefst kl 20:00.
Alls eru 30 bátar á félagssvæði Stranda.
Formaður Stranda er Haraldur Ingólfsson.


Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundina taka þátt í umræðum.  Eins og aðrir fundir svæðisfélaganna leggja aðalfundirnir línurnar fyrir 27. aðalfund Landssambands smábátaeigenda sem haldinn verður í Turninum í Kópavogi 13. og 14. október nk.

Formaður og framkvæmdastjóri LS mæta á fundina.