Áfram verður haldið með aðalfundi í svæðisfélögum LS. Á næstu fjórum dögum verða fundir í Farsæli, Félagi smábátaeigenda á Austurlandi, Fonti og Kletti.
Aðalfundur Farsæls – félags smábátaeigenda í Vestmannaeyjum
Miðvikudag 26. september kl 12:00. Fundarstaður er SJÓVE (í kjallaranum) að Heiðarvegi 7.
Aðalfundur Félags smábátaeigenda á Austurlandi
Fimmtudaginn 27. september, haldinn í Fjarðarborg, Borgarfirði eystra
Fundurinn hefst kl. 17:00
Aðalfundur Fonts – félag smábátaeigenda á N-Austurlandi
Föstudaginn 28. september, haldinn á Hótel Norðurljósi Raufarhöfn.
Fundurinn hefst kl 15:00
Aðalfundur Kletts – félag smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi
Laugardaginn 29. september, haldinn á Strikinu Skipagötu 14 Akureyri.
Fundurinn hefst kl 11:30
Smábátaeigendur hvattir til að fjölmenna á fundina og taka þátt í stefnumótun brýnna mála eins og veiðigjöld, strandveiðar, línuívilnun, hugmyndir að breyttu veiðifyrirkomulagi á grásleppu.