Aðalfundir svæðisfélaga LS

Í hönd fer mikil fundarhrina hjá félagsmönnum.  Aðalfundir svæðisfélaganna detta inn hver á fætur öðrum.   Dagsetningar fundanna eru á dagatali LS.  Nokkur hliðrun hefur orðið á fundunum þar sem óhjákvæmilegt var að taka tillit til Sjávarútvegssýningarinnar í Smáranum 25. – 27. september.
Smábátaeigendur eru hvattir til að fjölmenna á aðalfundina og sína þannig í verki samstöðu smábátaeigenda í þeim málum sem þá varða.
Halldór Ármannsson formaður og Örn Pálsson framkvæmdastjóri mæta á aðalfundi svæðisfélaga LS.
Aðalfundur Snæfells

Snæfell – félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi – ríður á vaðið.  Aðalfundur félagsins verður haldinn nk sunnudag 14. september.   Fundarstaður er Grundarfjörður – að Nesvegi 3 við Hótel Framnes, LÁKI TOURS.   Fundurinn hefst kl 16:00.   
Auk venjulegra aðalfundarstarfa má gera ráð fyrir að mikil umræða verði um makríl- og síldveiðar smábáta.
Snæfell býður félagsmönnum upp á kaffi og kvöldverð á Hótel Framnesi.
Formaður Snæfells er Sigurjón Hilmarsson Ólafsvík.
Aðalfundur Hrollaugs

Hrollaugur – félag smábátaeigenda á Hornafirði – aðalfundur félagsins sem vera átti mánudaginn 15. september hefur verið frestað vegna utanlandsferðar félagsmanna í Hrollaugi.
Formaður Hrollaugs er Arnar Þór Ragnarsson
Aðalfundur Félags smábátaeigenda á Austurlandi

Austfirðingar halda sinn aðalfund þriðjudaginn 16. september 2014.  Hótel Austfirðir Fáskrúðsfirði er fundarstaðurinn og hefst fundurinn kl 18:00.
Formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi er Ólafur Hallgrímsson Borgarfirði


Aðalfundur Fonts

Fontur – félag smábátaeigenda Kópasker – Vopnafjörður – aðalfundur félagasins verður haldinn á Eyrinni Þórshöfn miðvikudaginn 17. september 2014.   Fundurinn hefst kl 16:00.
Formaður Fonts er Oddur V. Jóhannsson Vopnafirði


Aðalfundur Kletts
Klettur – félag smábátaeigenda Ólafsfjörður – Tjörnes – aðalfundur félagsins verður haldinn á Strikinu Skipagötu 14 á Akureyri fimmtudaginn 18. september.   Fundurinn hefst kl 16:00.
Formaður Kletts er Óttar Már Ingvason



Aðalfundur Skalla
Skalli – félag smábátaeigenda á N-Vestra – aðalfundur félagsins verður á Sauðárkróki að Suðurgötu 3 (Framsóknarhúsinu) föstudaginn 19. september.  
Fundurinn hefst kl 14:00.
Formaður Skalla er Sverrir Sveinsson
Aðalfundur KRÓKS
Strandveiðifélagið KRÓKUR – félag smábátaeigenda í Barðastrandasýslu – aðalfundur félagsins verður á Hópinu Tálknafirði laugardagnn 20. september.  
Fundurinn hefst kl 12:00.
Formaður KRÓKS er Tryggvi Ársælsson



Aðalfundur Eldingar
ELDING – félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum – aðalfundur félagsins verður á Hótel Ísafirði sunnudagnn 21. september.  

Fundurinn hefst kl 13:00.
Formaður ELDINGAR er Sigurður Kjartan Hálfdánsson
Aðalfundur Stranda
Aðalfundur STRANDA verður haldinn á Hólmavík – Slysavarnafélagshúsi Höfðagötu 9 – sunnudaginn 21. september.  


Fundurinn hefst kl 20:00.
Formaður STRANDA er Haraldur Ingólfsson



Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur
Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur verður haldinn á kaffistofu félagsins í Suðurbugt Geirsgötu 5 c – mánudaginn 22. september.  


Fundurinn hefst kl 20:00.
Formaður Smábátafélags Reykjavíkur er Þorvaldur Gunnlaugsson

Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur.pdf




Aðalfundur Árborgar
Aðalfundur ÁRBORGAR verður haldinn í Rauða húsinu Eyrarbakka – þriðjudaginn 23. september.  


Fundurinn hefst kl 18:00.
Formaður ÁRBORGAR er Þorvaldur Garðarsson Þorlákshöfn.



Aðalfundur BÁRUNNAR
Aðalfundur BÁRUNNAR verður haldinn Hótel Víkinng Hafnarfirði – sunnudaginn 28. september.  


Fundurinn hefst kl 12:00.
Formaður BÁRUNNAR er Jón B. Höskuldsson 




Aðalfundur REYKJANESS
Aðalfundur REYKJANESS verður haldinn í Salthúsinu Grindavík – sunnudaginn 28. september.  


Fundurinn hefst kl 17:00.

Formaður REYKJANESS er Þorlákur Halldórsson Grindavík.






Aðalfundur SÆLJÓNS
Aðalfundur SÆLJÓNS – félagi smábátaeigenda á Akranesi – verður haldinn í Jónsbúð – mánudaginn 29. september.  


Fundurinn hefst kl 19:00.

Formaður SÆLJÓNS er Guðmundur Elíasson Akranesi.