Áður hefur verið minnst á aðalfundi Króks (22. september) og Eldingar og Stranda 23. september.
Auk þessara funda bætast við í mánuðinum aðalfundir Fonts (25. september), Félags smábátaeigenda á Austurlandi (26.), Hrollaugs (27.), Bárunnar og Reykjaness (29.) og Kletts (30. september).
Aðalfundur Fonts
Fontur – félag smábátaeigenda á N-Austurlandi – heldur aðalfund á veiðtingastaðnum Fonti á Þórshöfn. Fundurinn verður þriðjudaginn 25. september og hefst kl 16:00.
Formaður Fonts er Einar Sigurðsson Raufarhöfn.
Aðalfundur Félags smábátaeigenda á Austurlandi
Miðvikudaginn 26. september verður haldinn aðalfundur Félags smábátaeigenda á Austurlandi. Fundurinn verður á Hótel Héraði Egilsstöðum og hefst kl. 17:00.
Formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi er Ólafur Hallgrímsson Borgarfirði.
Aðalfundur Hrollaugs
Hefð er á að Hrollaugur – félag smábátaeigenda á Hornafirði – haldi aðalfund 27. september. Á því verður engin breyting í ár, fundurinn verður í Víkinni og hefst kl. 20:00.
Formaður Hrollaugs er Arnar Þór Ragnarsson Höfn.
Báran fundar á Fjörukránni
Báran – félag smábátaeigenda í Hafnarfirði og Garðabæ – hefur boðað félagsmenn sína til aðalfundar laugardaginn 29. september. Fundurinn verður í Fjörukránni Hafnarfirði og hefst kl 12:00.
Formaður Bárunnar er Jón B Höskuldsson Álftanesi.
Aðalfundur Reykjaness í Grindavík
Reykjanes – félag smábátaeigenda á Reykjanesi – verður með aðalfund sinn í Grindavík. Fundurinn verður í Salthúsinu laugardaginn 29. september og hefst kl 17:00.
Formaður Reykjaness er Halldór Ármannsson Keflavík.
Klettur fundar á Akureyri
Aðalfundur Kletts – félags smábátaeigenda Ólafsfjörður – Tjörnes – verður á veitingahúsinu Strikinu Skipagötu 14 á Akureyri sunnudaginn 30. september. Fundurinn hefst kl 13:00.
Formaður Kletts er Pétur Sigurðsson Árskógssandi.