Aðalfundur Eldingar vill auka úthlutun í ýsu

Aðalfundur Eldingar var haldinn á Ísafirði sl. sunnudag 22. september.  Í upphafi fundar fór Sigurður Kjartan Hálfdánsson formaður félagsins yfir það helsta í starfsemi Eldingar á sl. starfsári.  Hann kom víða við og brýndi menn til samstöðu sem væri forsenda áframhaldandi árangurs í að tryggja framgang smábátaútgerðarinnar.  
Eldingarfundur.jpg
Á fundinum flutti Ásgeir Gunnarsson fiskifræðingur og sérfræðingur í steinbít erindi. Innlegg Ásgeirs var afar fróðlegt og spannst upp úr því lífleg umræða um steinbítinn og lifnaðarhætti hans.
Meðal tillagna sem fundurinn samþykkti voru:
Allir krókabátar fái ívilnun, þar með taldir handfærabátar

Aðalfundur Eldingar skorar á ráðherra að auka strax við úthlutað aflamark í ýsu vegna gríðarlegrar ýsugengdar á grunnslóð.

Áfram skal unnið að því að línuívilnun komi á alla dagróðabáta
                                                           
Sigurður Kjartan Hálfdánsson Bolungarvík var endurkjörinn formaður Eldingar.



Á myndinni:  Sigurður Kjartan formaður Eldingar og Ketill Elíasson stjórnarmaður í LS