Aðalfundur Smábátafélagsins Stranda – tryggja verður 48 daga

Aðalfundur Smábátafélagsins Stranda var haldinn á Kaffi Galdri Hólmavík 19. september.
Fundarsókn hefur oft verið betri en taka verður með í reikninginn að einmuna blíða var þennan dag og fundurinn haldinn kl 10 árdegis.
IMG_0083 copy.png
Eftir að formaður hafði sett fundinn og boðið félagsmenn velkomna flutti Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS erindi. Að því loknu spunnust góðar umræður sem enduðu með samþykkt eftirfarandi ályktana til 38. aðalfundar LS. 
    • Aðalfundur Stranda krefst þess að árlega verði tryggðir 48 dagar til strandveiða. 

    • Dagróðrabátum minni en 30 tonnum og styttri 15 metra verði tryggð línuívilnun. Ívilnun verði 30% þar sem beitt er í landi, 20% við uppstokkun og 10% hjá vélabátum. 

    • Grásleppuveiðar verði með óbreyttum hætti og dagafjöldi taki mið af leyfilegum heildarafla og markaðsaðstæðum. 
 
Stjórn Smábátafélagsins Stranda
Haraldur Vignir Ingólfsson      formaður,   Drangsnesi
Anna Þorbjörg Stefánsdóttir   ritari,          Hólmavík
Már Ólafsson                         gjaldkeri,     Hólmavík