Aðalfundur Snæfells 16. september

Boðaður hefur verið aðalfundur Snæfells – félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi.  Fundurinn verður haldinn á Kaffi Emil í Grundarfirði nk. mánudag 16. september og hefst kl 18:00.  
Samkvæmt dagskrá hefst fundurinn á skýrslu stjórnar sem formaður Snæfells Örvar Marteinsson flytur.  Að henni lokinni hefjast venjuleg aðalfundarstörf og kosning fulltrúa á 35. aðalfund LS sem haldinn verður á Grand Hótel 17. og 18. október.   Snæfell er fjölmennasta svæðisfélag LS með 111 báta innan sinna vébanda sem tryggir því 5 fulltrúa á aðalfund LS.
Þrennt ber einna hæst í umræðunni á félagssvæði Snæfells. 
áform sjávarútvegsráðherra um breytingar á veiðistjórn grásleppuveiða
 
hvernig auka megi frjálsræði við strandveiðar 
skerðing á aflaviðmiðun til línuívilnunar
Axel Helgason formaður LS og Örn Pálsson framkvæmdastjóri munu mæta á fundinn og greina frá því helsta sem borið hefur á góma í réttindamálum smábátaeigenda auk þess að upplýsa hvað framundan er í baráttunni.
Félagsmenn í Snæfelli eru hvattir til að fjölmenna til fundarins og taka þátt í að móta skoðanir félagsins í málefnum sem hæst bera og vísað verður í formi ályktana til aðalfundar LS.  
logo snæfell copy 3.jpg