Aðalfundur Stranda – vilja fækka grásleppuleyfum

Aðalfundur Stranda var haldinn á Hólmavík sl. sunnudag 22. september.  Á fundinum voru málefni tengd stóraukinni ýsugengd, makríl, grásleppu, strandveiðum og byggðakvóta fyrirferðamest.  
Meðal tillagna sem fundurinn samþykkti voru:
heimilað verði að sameina grásleppuleyfi.  Við sameiningu fjölgi dögum hlutfallslega um 50%.
strandveiðar verði 4 samfellda mánuði á tímabilinu apríl – september.  Heimilt verði að veiða 4 daga í hverrri viku, mánudaga – fimmtudaga.
Strandir fagna þeirri aukningu sem verið hefur í makrílveiðum smábáta.  Félagið hvetur stjórnvöld til að tryggja nægjanlegar veiðiheimildir til veiðanna og auka þannig aflaverðmæti á hvert kíló á markíl samfara aukinni atvinnu við vinnslu hans í hinum dreifðu byggðum.
Stjórn Stranda var öll endurkjörin, formaður er Haraldur Ingólfsson Drangsnesi.
Myndina tók Már Ólafsson og sýnir hvernig umhorfs var í höfninni á Hólmavík þegar makrílveiðar stóðu sem hæst.
Makríll Hólmavík.jpg