Aðeins greitt af einni talstöð

Þeirri fyrirspurn var beint til skrifstofu LS hvort greiða þyrfti fyrir fleiri en eina talstöð um borð.  Margir eru með ágætar talstöðvar, þó ekki sé á þeim neyðarhnappur eins og skylda er að hafa á talstöð samhliða hinu nýja AIS staðsetningakerfi.  Eins og kunnugt er, þarf að vera búið að setja AIS í báta fyrir næstu skoðun þeirra.

Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun þarf aðeins að greiða af einni talstöð, sama hversu margar eru um borð.  Þess ber þó að geta, að sé ný talstöð sett um borð þarf nýtt leyfisbréf, en það mun kosta um kr. 4000.-