Afgreiðsla strandveiðileyfa

Fiskistofa hefur tilkynnt breytta framkvæmd við afgreiðslu strandveiðileyfa.  Umsóknir fara í gegnum stafræna umsóknargátt á island.is.  
Sækja skal um strandveiðileyfi með rafrænum skilríkjum.  Í tilviki lögaðila eru það prókúruhafar sem geta sótt um leyfi með rafrænum skilríkjum.
Í tilkynningu Fiskistofu er vakin athygli á að einungis er heimilt að veita útgerð eða eiganda fiskiskips leyfi til strandveiða fyrir eitt skip.  Áður en Fiskistofa veitir strandveiðileyfi þarf því að ganga úr skugga um að enginn eigandi eða útgerðaraðili lögaðilans eigi aðild að nema einu strandveiðileyfi.
„Fiskistofa styðst við opinberar upplýsingar um eigendur og útgerðaraðila skipa hjá Fiskistofu, Samgöngustofu og skráningu raunverulegra eigenda lögaðila hjá Fyrirtækjaskrá Skattsins. Þeir sem hyggjast sækja um strandveiðileyfi eru hvattir til að huga að því að opinberar skráningar á eignarhaldi og útgerðaraðild skips séu réttar, eins og segir í tilkynningu Fiskistofu.
Vakin er athygli á að hægt verður að sækja um með öðrum hætti en í gegnum starfræna umsóknargátt island.is en afgreiðsla slíkra umsókna getur tekið allt að fjóra daga.