Aflaverðmæti eykst um 41,5 milljarða

Við vinnslu talna sem Hagstofa Íslands hefur birt koma í ljós afar áhugaverðar þættir sem sýna glöggt hversu þorskurinn er okkur mikilvægur þegar afrakstur af veiði hér við land er skoðaður.  
Á tímabilinu 2021-2022 var samanlagt verðmæti þorsks og ýsu sem veitt var á Íslandsmiðum 100 milljarðar sem nemur 57% af heildarverðmæti alls aflans, þar af var þorskur 46% – 80,6 milljarðar.  Sambærilegar tölur á sama tólf mánaða tímabilinu 2020-2021 voru 85,7 milljarðar, 64% verðmætisins þar sem þorskur var meira en helmingur 52% eða 70,3 milljarðar.
Verðmæti alls afla af Íslandsmiðum við fyrstu löndun á tímabilinu nóvember 2021 til og með október 2022 nam 175,5 milljörðum.  Það er 41,5 milljörðum meira en á sama 12 mánaða tímabili 2020 – 2021. 
Aflamagn á nærtímanum var 1.205,6 þúsund tonn en á fyrra tímabilinu aðeins 648,9 þúsund tonn.  Loðnuafli spilaði stærstan þátt í 86% aukningu, 449 þúsund tonn.

ÍSLANDSMIÐ – AFLI OG AFLAVERÐMÆTI, tólf mánaða tímabil. 

nóv. – okt. 2021 – 2022

nóv. – okt. 2020- 2021

 

Magn

Verðmæti

Verð

Magn

Verðmæti

Verð

 

Samtals

1.205.607 Tonn

175.544 Milljón 

146 Kr/Kg 

648.902 Tonn 

134.000 Milljón 

207 Kr/Kg 

 

Þorskur

239.386 Tonn 

80.627 Milljón 

337 Kr/Kg 

262.840 Tonn 

70.326 Milljón 

268 Kr/Kg 

 

Ýsa

54.102 Tonn 

19.363 Milljón 

358 Kr/Kg 

56.986 Tonn 

15.405 Milljón 

270 Kr/Kg 

 

Loðna

512.659 Tonn 

16.691 Milljón 

33 Kr/Kg 

63.657 Tonn 

4.155 Milljón 

65 Kr/Kg 

 

230105 logo_LS á vef.jpg