Aflaverðmæti grásleppu 942 milljónir

Grásleppuafli undanfarin þrjú ár hefur tæpast svarað eftirspurn kaupenda, jafnt framleiðsluaðilum á grásleppukavíar og á frystri grásleppu til Kína.  Það hefur skilað sér í hækkun á verði og fært sjómönnum betri afkomu.
Aflaverðmæti á vertíðinni sem lauk 12. ágúst sl. nam 942 milljónum.
Unknown (1) copy 3.jpg
Á undanförnum árum hefur sala á grásleppu þróast úr því að eingöngu var markaður fyrir hrognin í að fiskurinn er nú seldur heill og óskorinn.  Eins og gjarnan var með sölu grásleppuhrogna eru verðsveiflur tíðar.  
Á tímabilinu 2013 – 2018 hefur meðalverð lægst farið í 155 kr/kg en hæst í 210 kr/kg á síðustu vertíð.  35% verðhækkun á tveimur árum er líklegast met í verðhækkun til sjómanna hér við land.
Þess ber þó að geta að verðið á vertíðinni 2015 var 204 kr/kg sem sýnir glöggt að afkoma sjómanna af veiðunum nú er lakari en þá var.
Útflutningsafurðir grásleppu eru þrenns konar. 
 
Fullunnin vara – grásleppukavíar
Söltuð grásleppuhrogn  
Fryst grásleppa án hrogna
Fersk grásleppuhrogn (í litlum mæli)
Á árinu 2017 nam útflutningsverðmæti þessara afurða 1.789 milljónum.  Miðað við verðhækkanir sem orðið hafa á árinu má búast við góðri aukningu verðmæta milli ára.  Sérstaklega í frosinni grásleppu þar sem útflutningsverð á fyrstu 6 mánuðum ársins er 40% hærra en það var í fyrra.
Samanburður fyrstu 6 mánaða 2017 og 2018 staðfestir fyrirsjáanlega aukningu. Í ár hafa þeir skilað 896 milljónum á móti 629 milljónum á sama tímabili í fyrra.