Aflaverðmæti lækkar um milljarð

Fyrstu fimm mánuðir ársins skiluðu milljarði minna í aflaverðmæti en sama tímabil síðasta árs.  Hjá smábátaeigendum munaði mest um ýsuna, en þar vantaði tvo milljarða upp á aflaverðmætið 2010.

Heildaraflaverðmæti janúar – maí 2011 56,5 milljarðar

Þorskur var eins og áður langverðmætastur eða 38,2% af heildinni.  Loðna var í öðru sæti, tók stökk milli ára, úr því að vera 4,3% upp í 15,4% af heildaraflaverðmæti.  Verðmæti ýsuaflans féll um eitt sæti enda fjórðungi lægra en 2010 – 10% af heildinni.

Í töflunni hér að neðan, sem unnin er upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands, má sjá aflaverðmæti þeirra tegunda sem skiluðu mestu á tímabilinu janúar – maí.  Í sviga er tala sem sýnir stöðu þeirra 2010.

Screen shot 2011-08-23 at 15.08.46.png