Aflaverðmæti þorsks nálægt helmingi alls botnfisks


Aflaverðmæti fyrstu níu mánuði síðasta árs var 101
milljarður sem er aukning um 15 milljarða frá sama tímabili 2009.  Verðmæti botnfisksaflans var 70,8 milljarðar,
en 47% af því bar þorskurinn eða alls 33,3 milljarða.  Aukning á aflaverðmæti þorsks milli ára var
26,9% og jókst hlutdeild hans í heildaraflaverðmæti úr 30,5% í 32,8%.

Hlutur uppsjávaraflans í heildaraflaverðmætinu var 20,6%
eða 20,9 milljarðar.

 

 

Unnið upp úr tölum frá Hagstofu Íslands