Eins og fram kom í frétt hér á heimasíðunni í gær var heildarafli íslenskra skipa á síðasta ári rétt rúmlega milljón tonn. Í samantekt sem hér fylgir sést að frá aldamótum hefur aflinn aðeins einu sinni verið lægri, en það var árið 2010.
Meðaltal aflans á sl. 15 árum er 1,5 milljón tonn og því vantar 427 þús. tonn upp á að það náist. Reyndar hefur heildaraflinn ekki náð meðaltalinu undanfarin 9 ár sem er áhyggjuefni þegar litið er til ábyrgrar veiðistjórnunar.
Það sama á við uppsjávaraflann og það þrátt fyrir að makríllinn hafi bæst við loðnu, kolmunna og síld. Meðaltalið þar eru milljón tonn.
Frá aldamótum var aflinn mestur árið 2002, rúmlega 2,1 milljón tonn, þar af tæp 1,6 milljón tonn af uppsjávarfiski.