Afli smábáta 88.260 tonn

Á aðalfundi LS sem nú stendur yfir kom m.a. fram í ræðu framkvæmdastjóra LS að afli smábáta á aflamarki, strandveiðibáta, krókaaflamarksbáta hefur aldrei verið meiri en á sl. fiskveiðiár.    88.260 tonn sem alls 1.118 bátar veiddu.  
Afli.jpg
Hlutdeild smábáta í einstaka tegundum var einnig vel ásættanleg – 24% af öllum þorski hér við land alls 53 þús. tonn.  Hlutdeild í heildarafla ýsu náði nú nýjum hæðum 34% – 12.321 tonn. þar af voru krókabátar með 32,7%.   Þá veiddu smábáta 52% af öllum steinbít.
Aflahæstur í krókaaflamarkinu varð Fríða Dagmar ÍS 103 frá Bolungarvík með 1.416 tonn.
  
Í flokki aflamarksbáta var Máni II ÁR 7 frá Eyrarbakka aflahæstur með 532 tonn.
Aflahæstur á strandveiðum varð Hulda SF 197 frá Höfn með 43,3 tonn.  Hólmar Unnsteinsson er eigandi bátsins og skipstjóri á honum.  Að öllum líkindum yngsti aflakóngur sögunnar aðeins 24 ára gamall.
Sjá nánar:     Afli smábáta.pdf