Aflvísir til 3. umræðu – herjað á grunnslóðina

 
Í dag er á dagskrá Alþingis 3. umræða um frumvarp matvælaráðherra um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.  
 
Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt, en minni hlutinn leggst gegn frumvarpinu að svo stöddu.
Aflvísir afnuninn 

Frumvarpið gerir ráð fyrir að aflvísir sem takmarkandi þáttur við togveiðar innan 12 sjómílna „verði fjarlægður úr lögunum, eins og segir í áliti meirihlutans.
 
Framkvæmdastjóri LS sagði á aðalfundi 2022 að með frumvarpinu væri verið að taka orkuskipti fram yfir lífríki hafsins:  
„Ég fæ ekki betur séð en orkumiklir trollarar séu komnir í teygjubyssuna við 12 mílna landhelgislínuna, bíði eftir að hleypt sé af þannig að þeir geti farið inn á viðkvæma grunnslóðina með sín risa veiðarfæri. 

Screenshot 2023-05-24 at 15.40.14 (1).png

Minni hluti atvinnuveganefndar

Gísli Rafn Ólafsson undirritar álit minni hluta atvinnuveganefndar.  Þar segir m.a.:
 „Reglur um stærðarmörk fiskiskipa hafa þróast yfir langan tíma og oftar en ekki á grundvelli málamiðlunar milli ólíkra sjónarmiða, svo sem hvað varðar veiðisvæði, tegund veiðarfæra, tegundir fiskiskipa og byggðafestu. Að afnema aflvísinn með öllu er því stórt skref sem ekki má stíga að vanhugsuðu máli. T.d. þarf að meta áhrif þess að aukin toggeta veldur því að skip geta dregið tvö troll, en ekki eitt. Þetta gerir það að verkum að meira kolefni losnar úr sjónum og áhrif á hafsbotninn aukast, til að mynda á setlög.    Þess má geta að Landssamband smábátaeigenda leggst eindregið gegn frumvarpinu þar sem bein afleiðing af samþykkt þess er að þyngja sókn nær landi með togveiðarfærum, því afkastameiri skip mega stunda veiðar nær landi en er heimilt samkvæmt núgildandi lögum. Minni hlutinn telur andvaraleysi meiri hlutans gagnvart mögulegum afleiðingum frumvarpsins varhugavert því að lífríkið er viðkvæmt fyrir öllu raski og ófyrirséð hvaða afleiðingar aukin sókn hefur. Vitað er að notkun trolls og dragnótar getur valdið auðn á miðum nærri landi, t.d. virðast hrygningarstofnar þorsks ekki hafa borið þess bætur sl. 40 ár.
 
Atvinnuveganefnd sendi umsagnarbeiðni til 132 aðila, en aðeins 5 þeirra urðu við henni. 
 

„Sú spurning vaknar hvort stærri skrúfur hafi neikvæð áhrif á lífríkið, t.d. með því að valda meiri hreyfingu á setlögum á hafsbotni. Hvetur Landvernd atvinnuveganefnd Alþingis til að fara vel yfir þann þátt málsins svo að það sem á að vera lausn á einum vanda skapi ekki annan og jafnvel meiri vanda. 

Önnur spurning er hvort þetta hefði neikvæð áhrif á strandveiðar. Það virðist ekki að fullu ljóst af því sem kemur fram í frumvarpinu. Þá hlið málsins þarf að sjálfsögðu einnig að upplýsa vel áður en ákvörðun er tekin. 

Stjórn Landverndar vill nýta tækifærið til að minna á að rannsóknir sýna að botnvörpuveiðar valda almennt hreyfingu á setlögum á hafsbotni og við það losnar kolefni sem leiðir af sér meiri uppsöfnun á kolefni í andrúmsloftinu. Þá geta botnvörpuveiðar spillt kórölum og þar með dregið úr líffræðilegum fjölbreytileika í hafinu. 
 
 

LS mótmælir harðlega öllum hugmyndum um aukna sókn togskipa innan 12 sjómílna fiskveiðilandhelginnar.
 
„LS harmar að ekki sé í frumvarpinu komið til móts við sjónarmið félagsins og telur óbreytt frumvarp vera aðför að veiðum og útgerð smábáta.
  
Að óbreyttu verður frumvarpið til þess að þyngja sókn nær landi með togveiðarfærum.  Það er gert á sama tíma og Hafrannsóknastofnun stendur ráðþrota yfir því að stórir hrygningarstofnar þorsks hafi ekki skilað góðri nýliðun sl. fjörutíu ár.  Óumdeilt er að á þeim slóðum sem lagt er til að auka skuli sókn með togveiðarfærum er lífríkið viðkvæmt fyrir öllu raski.  Engu líkara en sú stefna hafi orðið ofan á að taka orkuskipti fram yfir lífríki hafsins.  LS gagnrýnir þá stefnu harðlega.

LS vekur jafnframt athygli á að samkvæmt skýrslu MATÍS frá 2014 er sótspor við veiðar á einu kílói þorsks á smábátum að meðaltali þriðjungur þess sem það mælist við togveiðar.  Enginn vafi leikur því á að hafi stjórnvöld hug á að að draga úr brennslu jarðefnaeldsneytis við veiðar er aukin hlutdeild smábáta í veiðum svarið.
 
 
Brim leggur til að frumvarpið verði dregið til baka

„Ljóst er því að núverandi hugmyndir um að fella niður aflvísisákvæðið og miða þess í stað eingöngu við lengd skipa sneiða algerlega framhjá kjarna máls og tilgangi lagaákvæðisins. Í því samhengi má benda á að í flotanum eru aflminni togarar og afkastaminni en hér er rætt um sem eru lengri en 29 metrar; með þessu móti væri ekki gætt jafnræðis gagnvart þeim í ljósi tilgangs þessa lagaákvæðis. Í frumvarpsskjalinu frá 1997 koma ennfremur fram áhyggjur af því að útgerðir leiti nýrra leiða til að víkja sér undan þessu ákvæði. Þetta sýnir að frumvarpshöfundar skildu þá hagsmuni sem hér eru í húfi. 
 
Fyrir liggur að án fjölgunar er líklegt að afkastageta þessa flota nær tvöfaldist nokkuð fljótt, sbr. m.a. það sem segir í greinargerð með frumvarpinu um að ef þessi skip yrðu útbúin með skrúfuhring þá gætu þau dregið tvö troll í staðinn fyrir eitt. Jafnframt er ljóst að breyttar reglur með samþykkt þessa frumvarps myndu skapa hvata til fjölgunar í þessum skipaflokki. Slík áform eru enda þegar opinber. Líklegt er að með meiri afkastagetu og aukinni hagkvæmni yrði þessum skipum enn betur þjónað en áður með aflaheimildum og þannig aukist afköstin enn. Allt ber þetta að sama brunni: Afkastageta togveiðiflota þessa eykst með tilsvarandi áhrifum á þá sem fyrir eru.