Allir dagróðrabátar fái línuívilnun

Á fundi stjórnar LS á Raufarhöfn 17. júlí sl. var línuívilnun á dagskrá.   Í máli stjórnarmanna komu fram áhyggjur yfir að ekki væri nægjanlegt magn af þorski til línuívilnunar til að dekka allt fiskveiðiárið.  Menn lýstu áhyggjum sínum yfir að lokað hefði verið fyrir línuívilnun þegar rúmir tveir mánuðir hefðu verið til loka fiskveiðiársins.  Brýnt væri að setja enn meiri kraft í að auka línuívilnun og að hún nái til allra dagróðrabáta.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt:
„Stjórn Landssambands smábátaeigenda ítrekar hér með samþykkt aðalfundar félagsins um að línuívilnun nái til allra dagróðrabáta.

Á nýafstöðnu sumarþingi Alþingis var samþykkt að hækka stærðarmörk krókaaflamarksbáta.  Það er skoðun stjórnar LS að með breytingunni aukist sóknargeta bátanna verulega og þar með þörf á auknum afla til handa dagróðrabátum.  

Ónæg línuívilnun í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári sýnir glöggt þann vanda sem blasir við.

IMG_0834.jpg
                                
                                      Línan lögð