Allir dagróðrabátar minni en 30 brt. fái línuívilnun

Á fundi stjórnar LS þann 28. júlí sl. var meðal dagskrárliða línuívilnun dagróðrabáta.  Mikill samhljómur var í málflutningi manna að knýja á um breytingar á þessum þætti stjórnunar fiskveiða. Línuívilnun ætti ekki einungis að taka til þeirra báta þar sem lína væri beitt eða meðhöndluð í landi heldur allra dagróðrabáta minni en 30 brt.   
Línuveiðar væru gríðarlega umhverfisvænar og væri gott framlag fiskveiðistjórnunar til bættrar umgengni, auk þess að skila hágæða afla að landi.  
Eftirfarandi var samþykkt sem ályktun frá fundinum:
Stjórn LS ítrekar fyrri ályktanir um línuívilnun fyrir alla dagróðrabáta minni en 30 brúttótonn.

Línuveiðar dagróðrabáta eru afar umhverfisvænar og skila fiski í 
hæsta gæðaflokki til áframhaldandi meðhöndlunar í landi.  

Auknar línuveiðar auka þannig gott orðspor íslensks sjávarútvegs
í umgengni um náttúruna og ferskleika aflans.
logo_LSx á vef.jpg