Hinn 30. október sl. lést á dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði, Aðalbjörn J. Sigurlaugsson 82 ára að aldri.
Aðalbjörn var einn af stofnfélögum LS og í stjórn félagsins frá 1991 – 1998. Samhliða sat hann í stjórn Kletts og var gerður að heiðursfélaga þar 2005.
Aðalbjörn stundaði róðra á eigin báti Blíðfara ÓF allt til ársins 2006.
Landssamband smábátaeigenda þakkar Aðalbirni fyrir áratugalanga samfylgd og hans störf í þágu smábátaeigenda.
Fjölskyldu og aðstandendum vottar LS dýpstu samúð.
Útför Aðalbjörns fór fram frá Ólafsfjarðarkirkju í gær 9. nóvember.

Aðalbjörn J. Sigurlaugsson