Andlát: Hilmar Zophoníasson

Látinn er Hilmar Zophoníasson frá Siglufirði.
Hilmar var kjörinn formaður Skalla – félags smábátaeigenda á Norðurlandi Vestra árið 1995.  Í kjölfar þess var Hilmar kosinn í stjórn LS sama ár.  Hann gegndi þessum trúnaðarstörfum til ársins 2006 eða í 11 ár.  Eftir það hefur Hilmar átt sæti í stjórn Skalla.
Hilmar var afar vel tengdur við félagsmenn sína.  Hann stundaði útgerð og annan atvinnurekstur í samstarfi við bróður sinn Svein.   Ásamt þorskveiðum var Hilmar mikill grásleppukarl í eðli sinu.  Hann var lunkinn við veiðarnar og þeir bræður iðulega meðal aflahæstu manna.  
200125 Hilmar Zophaniasson.png
Hilmar var harðduglegur og kom víða við.  Samhliða útgerðinni ráku þeir bræður bifreiðaverkstæði og létu til sín taka við ýmsar framkvæmdir m.a. við byggingu snjóflóðavarnagarðs við heimabyggð.
Hilmar var skemmtilegur í allri viðkynningu og hnyttinn í tilsvörum.  Í stjórn LS var hann fastur fyrir, ófeiminn að segja sína skoðun á mönnum og málefnum þar sem hagsmunir félagsmanna voru ætíð í forgrunni.
Landssamband smábátaeigenda þakkar Hilmari fyrir störf hans í þágu smábátaeigenda og vottar eiginkonu hans Svanfríði Pétursdóttur, börnum og aðstandendum samúðar.