Á næstu dögum verða aðalfundir svæðisfélaga LS haldnir einn af öðrum.
Í kvöld þriðjudag verður aðalfundur Árborgar haldinn í Rauða húsinu á Eyrarbakka.
Aðalfundur Sæljóns Akranesi
Fimmtudaginn 21. september í fjöliðjunni Dalbraut 10 Akranesi.
Fundurinn hefst kl 19:30.
Formaður Sæljóns er Jóhannes Símonsen
Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur
Föstudaginn 22. september í höfuðstöðvum félagsins í Suðurbugt Geirsgötu 5c.
Fundurinn hefst kl 16:00.
Formaður Smábátafélags Reykjavíkur er Þorvaldur Gunnlaugsson
Aðalfundur Strandveiðifélagsins Króks
Laugardaginn 23. september á Fosshótelinu á Patreksfirði.
Fundurinn hefst kl. 17:00.
Formaður Króks er Friðþjófur Jóhannsson
Aðalfundur Eldingar
Sunnudaginn 24. september á Hótelinu á Ísafirði.
Fundurinn hefst kl. 11:00.
Formaður Eldingar er Ketill Elíasson
Aðalfundur Stranda
Sunnudaginn 24. september í Slysavarnafélagshúsinu á Hólmavík.
Fundurinn hefst kl 20:00.
Formaður Stranda er Haraldur Ingólfsson
Smábátaeigendur eru hvattir til að fjölmenna og sýna þannig samtakamátt sinn.
Alþingiskosningar 29. október 2016 og aftur nú 28. október næstkomandi.
Brýnt að smábátaeigendur skerpi á helstu málum í hagsmunabaráttunni.