Árborg vill hófsamari í sókn

Aðalfundur Árborgar var haldinn í Þorlákshöfn 17. september sl.  Á fundinum voru rædd fjölmörg mál sem varða félagsmenn í LS.  Meðal þeirra voru veiðar smábáta á makríl, veiðigjöld og línuívilnun.  
Fundurinn var á einu máli um að raunhæft markmið varðandi makrílveiðar smábáta væri 20 þús. tonna veiði.  Þá taldi fundurinn brýnt að hækka frítekjumark fyrir sérstakt veiðigjald úr 30 tonnum í 100 og hálft gjald í 200 tonn.   
Línuívilnun fékk sérstaka umræðu og voru fundarmenn sammála um að hún ætti að gilda um alla dagróðrabáta, en takmarkast við 4.000 þorskígildi í hverjum róðri.   Með því væri stuðlað að hófsamari sókn og bættri meðferð afla.