Ársfundur Gildis verður haldinn nk. fimmtudag 15. apríl og hefst kl 17. Vegna sóttvarnarráðstafna verður fundurinn að fullu rafrænn.
Ársskýrsla Gildis 2020 hefur verið birt á heimasíðu sjóðsins. Skýrslan er afar ítarleg og er þar að finna upplýsingar um nánast allt sem viðkemur starfsemi sjóðsins.
Vakin er athygli á að allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti og hafa aðgang að streymi fundarins, gögnum hans og geta þar sent inn fyrirspurnir.
Aðeins fulltrúar í fulltrúaráði hafa kosningarétt á fundinum. Fulltrúaráð er að jöfnu skipað fulltrúum frá launþegum og atvinnurekendum, 80 talsins frá hvorum aðila.