Þorvaldur Gunnlaugsson, Valdi á Ásþór RE kom inn til löndunar kl fjögur í dag.
Í stuttu spjalli sagðist Þorvaldur hafa þurft að hafa nokkuð fyrir því að ná skammtinum sem hann veiddi á miðunum NV af Reykjavík. Veður var gott framan af en farið að blása eftir hádegið.
Á bryggjunni beið Stöð 2 og tók Kristján Már Unnarsson viðtal við Þorvald og Arthur Bogason formann LS í tilefni dagsins.
Viðtöl ásamt myndum og umfjöllun verða í fréttatíma Stöðvar 2 kl 18:30