Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur skilað af sér til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins skýrslu um strandveiðar. Titill skýrslunnar er: Þróun strandveiða á tímabilinu 2009 – 2017 og framgangur veiðanna árið 2017.
Skýrslan er mikil að vöxtum og ítarleg. Víða er komið við; afli, verðmæti, fjöldi báta, gæði, væntingar, lýsing á hinum hefðbundna strandveiðimanni, nýliðun, aflameðferð, aldur flotans og strandveiðimanna, mikilvægi veiðanna, ánægja með strandveiðar, auk fjölmargra annarra þátta.
Í inngangi skýrslunnar segir m.a.:
„Aðstæður til reksturs strandveiðiútgerðar eru allt aðrar í dag en þær voru fyrir tæpum áratug síðan. Verð voru til að mynda mjög lág sumarið 2017 og byrjuðu strandveiðisjómenn í fyrst skipti að flytja sjálfir út á markað í Bretlandi. Strandveiðarnar hafa einnig í vaxandi mæli verið vinsælt myndefni erlendra ferðamanna og hafa sumir þeirra lýst áhuga á að borga fyrir að fara í stakan túr um boorð á strandveiðibát.
Úr kafla 5.5 Aflaverðmæti
„bráðabirgðatölur 2017 sýna hrun í aflaverðmætum þrátt fyrir 8% aukningu aflaheimilda.
Úr kafla 6.1.1 Nýliðun
„Alls eru 38% strandveiðisjómanna sem hófu sína fyrstu útgerð á strandveiðum.
Úr kafla 6.3.1 Sjómennska og aflabrögð
„95% hlutfall eigenda bátanna sóttu viðarnar sjálfir á bátunum sínum
Úr kafla 6.3.4 Samfélagsleg ábyrgð
„Áberandi flestir á svæði A töldu strandveiðarnar hafa jákvæð áhrif, bæði samfélagsleg og efnahagsleg.
Úr kafla 6.4.2 Dagatakmarkanir og fyrirkomulag banndaga
„Flestir vildu sjá dögum úthlutað eftir mánuðum þannig að hver og einn bátur fengi fasta daga í hverjum mánuði sem sækja mætti skammtinn og sá dagafjöldi yrði ekki skertur eftir að dögunum hefði verið úthlutað.