Aukin verðmæti

Útflutningsverðmæti grásleppuafurða á síðasta ári jukust mikið milli ára.  Þar átti magnaukning stærstan hlut að máli.  Ánægjulegt er að sjá að verðhækkun náðist í öllum þremur þáttunum í evrum talið.
Fryst grásleppa skilaði 60% hærra útflutningsverðmætum, söltuð hrogn 34% og kavíar 21%. Heildarútflutningsverðmætið jókst um 37% í íslenskum krónum, en hækkun í evrum talið var 44%. 
Hækkunin stafaði ekki eingöngu út af magnaukningu, heldur var um 30% verðhækkun á hvert kíló af frystri grásleppu, söltuð hrogn hækkuðu um 3,3% – 9,4% í evrum, en kavíarinn lækkaði hins vegar um 2,1% – í evrum hækkaði hann um 3,7%.
Tölurnar eru unnar upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands