Aðalfundur Félags smábátaeigenda á Austurlandi var haldinn á Egilsstöðum 26. september sl. Á fundinum var margt góðra dagskrárliða. Hæst báru kynning á kjarasamningi og kosning um hann, kjör stjórnar og afgreiðsla ályktana.
Frá atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn:
Pétur athugar hvort þeir Guðlaugur og Kári eru á kjörskrá.
Ólafur Hallgrímsson Borgarfirði var endurkjörinn formaður og með honum í stjórn eru:
Alfreð Sigmarsson Seyðisfirði – meðstjórnandi
Guðlaugur Birgisson Djúpavogi – ritari
Kári Borgar Ásgrímsson Borgarfirði – gjaldkeri
Sævar Jónsson Neskaupstað – meðstjórnandi.
Meðal ályktana sem fundurinn sendi frá sér voru:
- Ýsukvóti verði aukinn um 14 þúsund tonn nú þegar
- Þorskkvóti verði aukinn í 230 þús. tonn
- Upptöku aflareglu í ýsu og ufsa mótmælt
- Línuívilnun nái til allra dagróðrabáta
- Svæðaskipting í strandveiðum verði óbreytt
- Aflaheimildir til strandveiðar verði teknar utan aflamarks
- Eignarhlutur sem skilyrði fyrir strandveiðum verði 30%
- Heimilt verði að segja sig frá strandveiðum á mánaðarmótum
- Veiðiheimildir til makrílveiða á króka verði að lágmarki 10 þús. tonn
- Hafró rannsaki áhrif flottrollsveiða á grásleppustofninn
- Ekki verði kvikað frá núverandi stærðarmörkum krókaaflamarksbáta
Sjá ályktanir í heild: Félag smábátaeigenda á Austurlandi- tillögur til aðalfundar LS.pdf