Stjórn Félags smábátaeigenda á Austurlandi hefur ályktað um stöðu mála í strandveiðum. Eftirfarandi var samþykkt á fundi þann 1. maí 2016:
„Stjórn Félags smábátaeigenda á Austurlandi harmar þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að skerða aflahámark á strandveiðisvæði D.Félagið fagnar aukningu á heildarpotti til strandveiða um 400 tonn á þessu ári, þó betur megi gera.Tekur félagið undir ályktanir Landsambands smábátaeigenda um að strandveiðar eigi að vera fjóra daga í viku í fjóra mánuði á ári án aflahámarks.
Stjórn Félags smábátaeigenda á Austurlandi
Ólafur Hallgrímsson formaður
Alfreð Sigmarsson
Guðlaugur Birgisson
Kári Borgar Ásgrímsson
Sævar Jónsson
Frá Neskaupstað