Á fundi bæjarstjórnar Bolungarvíkur 10. mars sl. var samþykkt að lýsa stuðningi við strandveiðar og mikilvægi þeirra fyrir Bolungarvík og byggðarlög á landsvísu.
Í bókuninni segir jafnframt að „strandveiðar eru öflug viðbót við útgerð í Bolungarvík og mikilvægt að staðið verði vörð um þetta verkefni til framtíðar.
„Bæjarstjórn Bolungarvíkur styður framkomnar hugmyndir um 48 daga sóknartímabil á tímabilinu 1. maí til 31. ágúst., segir í niðurlagi bókunarinnar.
Eins og fram hefur komið fjallar atvinnuveganefnd Alþingis nú um frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóta). Samþykkt bæjarstjórnarinnar er mikilvægt innlegg í umræðuna og að skýr skilaboð um að tryggja strandveiðar í 48 daga ár hvert.