Rætt er við Bæring Gunnarsson í Bolungarvík á bb.is nú í vikunni. Umræðuefnið er skötuselurinn. Bæring mælir fyrir munn margra félaga í LS um skötuselinn þegar hann líkir honum við mink hafsins.
„Jú þetta er minkur hafsins sem gjörsamlega þurrkar upp grásleppumiðin hjá okkur
„Dæmi eru um að grásleppur hafi fundist uppi í skötuselskjafti. Þetta er þriðja árið sem skötuselur dúkkar uppi í Djúpinu og hann er bara skaðræðisskepna segir Bæring.