Breyting hefur verið gerð á reglugerð um línuívilnun. Með henni er 115 tonnum bætt við aflaviðmiðun í þorski sem tryggir áframhaldandi ívilnun. Viðmiðunin er nú 1.246 tonn.
Alls hafa verið nýtt 1.134 tonn af þorski til línuívilnunar það sem af er fiskveiðiárinu.