LS hefur unnið samanburðartölur fyrir fyrstu tvo daga strandveiða tímabilið 2018 – 2023. Góðar gæftir skila mun fleiri bátum á veiðar nú en í fyrra. Alls hafa 410 bátar landað afla en voru 175 í fyrra og 340 á árinu 2021.
Á þeim sex árum sem samantektin nær til er metfjöldi báta á öllum svæðum byrjaður veiðar.
Aflatölur hafa heldur ekki verið hærri en nú, alls 541 tonn þar af þorskur 484 tonn.