Björgunarbúningar – afsláttur til félagsmanna

Í kjölfar reglugerðar þar sem skyldað er að hafa björgunarbúninga um borð í smábátum hóf LS viðræður við VIKING LIFE-SAVING EQUIPMENT Iceland ehf (Víking björgunarbúnaður) um sérkjör til félagsmanna.  VIKING hefur áratuga langa reynslu í framleiðslu og sölu björgunarbúninga og hafa gallar frá þeim reynst mjög vel.  
Viðræðum LS og VIKING lauk í dag 15. ágúst með því að framkvæmdastjórar LS og VIKING undirrituðu samkomulag sem tryggir félagsmönnum í Landssambandi smábátaeigenda góðan afslátt af björgunarbúningi af gerðinni Viking PS5002.
IMG_6458.jpg
Frá undirritun samkomulagsins Einar G. Haraldsson frá Viking og Örn Pálsson frá LS
Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu LS varðandi pöntun búninga sem síðan verða afgreiddir hjá Viking björgunarbúnaði að Íshellu 7 í Hafnarfirði.
Samkvæmt reglugerð 519/2012 eiga björgunarbúningar að vera í öllum bátum 8 metrum og stærri frá og með 1. janúar 2013.  Sama regla tekur svo gildi ári síðar, 1. janúar 2014 fyrir þá báta sem notaðir eru í atvinnuskyni og eru stytttri en 8 metrar.