Botnfiskafli – aukning milli ára

Birtar hafa verið tölur um landaðan botnfiskafla hér á landi árið 2015.  Alls nam aflinn 483.015 tonnum.  Það er 2,45% aukning frá árinu 2014.
Reykjavík ber höfuð og herðar yfir aðrar hafnir í löndunartölum með 87.551 tonn.  Það er meira en samanlagt var landað í þeim höfnum sem koma í næstar, Grindavík og Vestmannaeyjar.
Á lista sem Fiskistofa hefur tekið saman yfir þær 10 hafnir sem tekið hafa á móti mestum afla feta Siglufjörður, Ísafjörður og Bolungarvík sig upp listann, aðrar falla niður eða standa í stað. 

10_aflahaestu_londunarhafnirnar_2015_botnfiskur.jpg

 
Norðurland vestra bætir við sig
Af einstökum landshlutum hefur landaður afli aukist mest á höfnum á Norðulandi vestra – 3.665 tonn, 15,69% meira en á árinu 2014.  Mestur samdráttur er hins vegar á höfnum á Austurlandi 5.288 tonn, minnkar um 9,8% á milli ára.  Þar er skýringa helst að leita í flutningi Vísis frá Djúpavogi, en landaður afli þar minnkaði um 6.600 tonn milli áranna 2014 og 2015.